Chat with us, powered by LiveChat
Go to content

Leiðbeiningar fyrir uppfærslu á korti

Hafðu leiðsögukerfið í þínum Kia alltaf uppfært

Leiðsögukerfið er stöðugt verið að uppfæra til þess að upplifun þín verði sem best.
Aldur ökutækis skiptir ekki máli og þú getur uppfært leiðsögukerfið sjálfur án nokkurs kostnaðar.


Að setja upp nýjustu uppfærslu á leiðsögukerfinu hefur marga kosti:

  • Öll kort fyrir Evrópu og Bretland uppfærast.

  • Nýjasta notendaviðmótið, aðgerðir og nýjungar uppfærast í kerfinu.

  • Ef bíllinn kemur með Kia Connect (UVO) þjónustunni sem er ókeypis til sjö ára, fylgir hámarks samhæfni í gegnum Kia Connect appið.

Hvernig á að hlaða niður uppfærslunum?

1. Þú gætir þurft USB lykil eða SD kort með allt að 64 GB geymslurými sem ræðst af gerð bíls og leiðsögukerfis. Þú gætir einnig þurft að nota tölvu með að minnsta kosti 54 GB af lausu plássi á harða disknum.

2. Skoðaðu kaflann algengar spurningar hér að neðan til að finna árgerð þíns Kia (MY). Það þarftu að vita til að velja rétta uppfærslu.

3. Ferlið krefst þess að þú setjir upp Kia Navigation Update hugbúnaðinn á tölvunni þinni. Þess vegna þarftu fullan stjórnandaaðgang að tækinu þínu.

Allt tilbúið?

Algengar spurningar

Flest leiðsögutæki er hægt að uppfæra u.þ.b. tvisvar á ári en sumar eldri gerðir uppfærast einungis einu sinni á ári.

Það er mjög breytilegt eftir því hver nethraðinn er. Stærðin á niðurhalinu getur verið allt að 34 GB.

Það er mjög breytilegt eftir gerð tækis og hugbúnaðar en í flestum tilvikum áætlum við að það taki ekki lengri tíma en 1 klukkustund og 30 mínútur. Þú þarft að tryggja að bíllinn hafi næga hleðslu eða eldsneyti til að vera óslitið í gangi þennan tíma. Það er mikilvægt að bíllinn sé hafður í gangi meðan á uppfærslunni stendur.

Árgerð ökutækis er ekki endilega í samræmi við það ár sem bíllinn er framleiddur eða skráður. Þú sérð árgerð bílsins út frá 10 stafa tölunni í ökutækisnúmerinu (VIN).


10 stafa tala Árgerð (MY)
8 MY08
9 MY09
A MY10
B MY11
C MY12
D MY13
E MY14
F MY15
G MY16
H MY17
J MY18
K MY19
L MY20
M MY21
N MY22
P MY23

Hægt er að hafa samband við þjónustudeild við uppfærslu leiðsögukerfis og hún er þess best umkomin að aðstoða þig.

Hafa samband

Viðurkenndur þjónustu-/viðgerðaraðili Kia getur framkvæmt uppfærsluna en hafðu í huga að hann gæti tekið gjald fyrir það. Hann þarf einnig vissan fyrirvara svo hann geti hlaðið niður hugbúnaðinum áður en þú kemur með bílinn.