Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
Nýr Kia Sorento

Nýr Kia Sorento.

Ný viðmið í þægindum.
kia sorento my25 ice exterior frontbumper 34front talent
  • Framsækin
  • Hnökralaus
  • Allt að
Hönnun
Hönnun

SUV útlitið sækir innblástur í  framtíðarsýn og finnur gott jafnvægi á milli glæsileika og kyrrðar. Hönnun sem er bæði kröftug og fáguð. 

Djarft nýtt útlit á framhlutanum

Djarft nýtt útlit á framhlutanum

Vönduð LED aðalljósin skarta nýrri lóðréttri hönnun og dagljósaborða með nýstárlegri stjörnukortagrafík Kia. Endurhönnuð vélarhlíf og grill fullkomna útlitið.

Framúrskarandi framstuðari og hlífðarplata

Framúrskarandi framstuðari og hlífðarplata

Taktu eftir kraftinum sem stafar af breiða stuðaranum og hlífðarplötunni. Þetta er sameinað nýrri hönnun á neðra grillinu og lóðréttum loftinntökum fyrir neðan aðalljósin.

Ný framsækin hönnun afturstuðarans

Ný framsækin hönnun afturstuðarans

Lóðrétt afturljósin með skásettum LED ljósum veita afturhlutanum kröftugt SUV yfirbragð. Þetta yfirbragð er styrkt enn frekar með breiðri og sterkbyggðri hlífðarplötu. Að ógleymdum lágum og mótuðum stuðara og útblástursröri.

Nýjar álfelgur

Nýjar álfelgur

Djarfari en áður. Veldu milli nýrra 18, 19, eða 20 tommu álfelga. Hver og ein hönnuð með styrk og þekkingu að leiðarljósi – glæsilegar viðbætur við sterka heildarmynd Sorento.

Mælaborð

Mælaborð

Einfaldleiki og fágun. Ökumannsrýmið skartar mjóum loftristum sem teygja sig yfir allt mælaborðið, nýjum stemningslýsingarborða og endurbættri hita- og loftstýringu. Allt þetta gefur ökumanninum meiri stjórn á andrúmsloftinu í bílferðinni.

Vegan leðursæti

Vegan leðursæti

Með framtíð okkar í huga: Salvíugrænt sætisáklæði úr vegan leðri er staðalbúnaður í þessum rúmgóða nýja Sorento. Þessi stílhreini valkostur við venjulegt leður dregur úr vinnslu á dýraskinni og minnkar kolefnissporið.

Fyrsta flokks slökunarsæti

Fyrsta flokks slökunarsæti

Komdu þér fyrir í þínum Sorento og upplifðu áreynslulaus þægindi. Með sætum sem tryggja góða líkamsstöðu og dreifa úr þrýstingi á líkamann. Með einum hnappi getur þú hallað sætinu fram eða aftur svo bæði ökumaðurinn og farþeginn í framsætinu geti teygt vel úr sér og slakað á.

Háþróað farþegarými
Háþróað farþegarými

Snjall nýr búnaður gerir þér kleift að ferðast á einfaldan og snurðulausan hátt. Í farþegarýminu sem er bæði fjölskylduvænt og tekur mið af þörfum ökumannsins blandast saman skemmtun og flæði. 

12.3” panoramic margmiðlunarskjár

12.3” panoramic margmiðlunarskjár

Leyfðu ökumannsrýminu að umvefja þig með leiðsögukerfi í háskerpu og nýjasta tengibúnaðinum. Auðvelt í notkun og staðsett með þægindin í fyrirrúmi.

Nýr fingrafararskanni

Nýr fingrafararskanni

Fingrafararskanni Kia, sem staðsettur er á miðstokknum, gefur þér kost á tengjast notandaprófílnum þínum, gangsetja bílinn og virkja bílastæðaþjónustustillinguna.

Upplýsingavörpun á framrúðu (Head-up display)

Myndir og hreyfimyndir eru aðeins ætlaðar sem sýnishorn. Endanleg vara getur verið frábrugðin myndunum sem notaðar eru.

Upplýsingavörpun á framrúðu (Head-up display)

Hafðu augun á veginum með nýrri og stærri 10” upplýsingavörpun á framrúðu í lit – sem varpar aksturstengdum upplýsingum á framrúðuna í beinni sjónlínu ökumanns. ⁶

Þráðlausar uppfærslur (OTA)

Þráðlausar uppfærslur (OTA)

Það er einfalt að halda þínum Sorento alltaf uppfærðum með þráðlausum uppfærslu ⁹. Sex uppfærslur fylgja með fyrir kort og hugbúnað og hægt er að kaupa uppfærslur síðar og hlaða þeim þráðlaust niður í farþegarýminu.

Innanrými í nýjum Kia Sorento
Fjölhæfni & þægindi

Allt að sjö sæti. Endalausir möguleikar. Sæti og geymslupláss, sniðið að þínum lífsstíl. Gott rými er nauðsynlegt, bæði fyrir hversdaginn og ævintýr. Fágaður frágangur og þægileg hönnun bæta hvert augnablik.

  • Þægilegt rými fyrir alla

    Farþegarýmið er sérhannað með rými, flæði og þægindi í fyrirrúmi. Hægt er að fella niður aftursætin í annarri sætisröð með 60:40 skiptingu og sætin í þriðju sætisröð með 50:50 skiptingu til að gera þér kleift að taka hvað sem er og hvern sem er með þér.

     

    Farangursrýmið er hannað fyrir margskonar möguleika, auðvelt aðgengi og óendanleg ævintýri. Auðvelt er að breyta stillingu sætaraðanna og tryggja þannig nægt farangursrými í fjölskyldufríið.

    Rafknúinn afturhleri

    Þegar snjalllykill Sorento er borinn að afturhluta bílsins, í vasa eða tösku, greinir kerfið lykilinn og opnar afturhlerann sjálfkrafa. Þetta veitir þér auðveldan aðgang að skottinu, jafnvel þótt þú sért með báðar hendur fullar.

  • Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð

    Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum. Fjarstýring fyrir bílastæði vinnur alla vinnuna fyrir þig en eiginleikinn gerir þér kleift að bakka bílnum í beinni línu inn í og út úr stæðum þegar þú stendur fyrir utan bílinn, allt með snjalllyklinum.6

    Glerþak

    Með breiða opnanlega glerþakinu virðist innanrýmið í Sorento enn rúmbetra. Breitt þakið gefur innanrýminu fágað yfirbragð og afar þægilegt andrúmsloft.

Nýr Kia Sorento á ferðinni
Öryggi

Nýsköpun á sviði öryggis og aðstoðar: Háþróaður öryggisbúnaðurinn inniheldur árekstrarvörn sem nemur hættuna á árekstri áður en hann á sér stað. Þjóðvegaaðstoð tryggir öryggi á miklum hraða. Og bílastæðaaðstoð auðveldar þér að leggja í stæði

navigation based smart cruise control

Skynrænn hraðastillir (Smart Cruise Control) með tengingu við leiðsögn

Þessi tækni metur akstursskilyrði hverju sinni og aðstoðar við að halda öruggum hraða meðan ekið er á hraðbraut eða á þjóðvegi. Tæknin dregur sjálfkrafa úr aksturshraða áður en keyrt er inn á öryggissvæði, þegar bíllinn nálgast beygju, eða ekið er inn/út af hraðbraut eða þjóðvegi. Í kjölfarið endurheimtir tæknin svo forstilltan hraða.

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA) 2.0

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA) 2.0

Þjóðvegaakstursaðstoð (HDA) 2 viðheldur þeim hraða sem ökumaður hefur stillt eða þeim hámarkshraða sem leiðsögukerfið hefur greint á hraðbrautinni. Um leið stýrir kerfið stýrinu, inngjöf og hemlun á meðan þú ert innan akreinar – ásamt því að halda öruggri fjarlægð frá næsta ökutæki. Kerfið inniheldur einnig akreinaskiptihjálp, sem skiptir sjálfkrafa um akrein þegar þú kveikir á stefnuljósinu og veitir þér ánægjulegri akstursupplifun.

Veglínufylgd (LFA)

Veglínufylgd (LFA)

Veglínufylgd er hönnuð til að greina akreinamerkingar og/eða ökutæki á veginum og aðstoðar við akstur svo að þinn Sorento haldist á miðri akrein.

Blindblettsvari (BCA)

Blindblettsvari (BCA)

Hættu að hafa áhyggjur af blindsvæðinu. Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði varar þig við í hvert sinn sem ökutæki reynir að taka fram úr þér eða er inni á blindsvæði þínu. Ef kerfið greinir hættu á árekstri grípur það inn í með því að beita hemlunum til að koma í veg fyrir árekstur og beina bílnum aftur inn á akreinina.

FCA árekstrarvari 2.0

FCA árekstrarvari 2.0

FCA árekstrarvari 2 ⁷ eykur öryggi þitt og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir að aka á gangandi vegfarendur, hjólreiðafólk eða lenda í árekstri við aðra bíla á veginum. Ef þú stígur ekki nógu fast á hemlana til að koma í veg fyrir árekstur gerir Sorento-bíllinn það sjálfkrafa.

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan

Bakkaðu út úr bílastæði eða innkeyrslu á einfaldan og auðveldan máta. Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan gerir þér viðvart ef að bílar eða gangandi vegfarendur eru fyrir aftan bílinn. Kerfið hemlar sjálfkrafa ef hætta er á árekstri.

Árekstrarhemlun

Árekstrarhemlun

Árekstrarhemlun veitir þér og farþegum þínum aukna vernd og öryggi ef til áreksturs kemur. Það kemur í veg fyrir að bíllinn rási eftir upphaflega áreksturinn til að lágmarka áhættuna á frekari árekstrum.

Aðstoð fyrir örugga útgöngu

Aðstoð fyrir örugga útgöngu

Aðstoð fyrir örugga útgöngu gefur frá sér viðvörun ef farþegi reynir að fara út þegar annar bíll nálgast að aftan á aðliggjandi akrein. Kerfið tryggir að barnalæsingin haldist læst og kemur í veg fyrir að hægt sé að opna dyrnar ef aukin hætta er á árekstri, jafnvel þótt ökumaðurinn taki hurðina úr lás.

Fjarlægðarviðvörun á bílastæðum, að framan / á hliðum / að aftan

Fjarlægðarviðvörun á bílastæðum, að framan / á hliðum / að aftan

Fjarlægðarviðvörun á bílastæðum varar ökumanninn við hvers kyns hættum sem stafa af nálægum hlutum til að forðast árekstur meðan keyrt er á litlum hraða. Ásamt því að vernda fram- og afturhluta bílsins greina skynjararnir sömuleiðis þá hluti sem eru við hlið Sorento bílsins með 360 gráðu yfirliti.

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð

Fjarstýrð snjallbílastæðaaðstoð

Þú þarft aldrei aftur að hafa áhyggjur af því að leggja í og aka út úr þröngum stæðum. Fjarstýring fyrir bílastæði vinnur alla vinnuna fyrir þig en eiginleikinn gerir þér kleift að bakka bílnum í beinni línu inn í og út úr stæðum þegar þú stendur fyrir utan bílinn, allt með snjalllyklinum.

Tengingar-Kia-Sorento
Tengingar

Hin fullkomna ökuferð snýst um að vita að þú hefur allt sem þú þarft, þar sem þú þarft það. Kynntu þér búnað sem tryggir að ferðalagið þitt hafi alla þá tengingu sem þú þarft. Stórir skjáir, umlykjandi hljóð og hleðslumöguleikar sem sjá til þess að allir séu ánægðir. 

Tengimöguleikar

Tvískiptur breiðskjár

Tengstu heiminum og öðru fólki á hnökralausan hátt. Skjáirnir eru nógu stórir til að bæði ökumaður og farþegar geti séð allar nauðsynlegar upplýsingar. Einstök og háþróuð grafík tryggir svo að upplýsingarnar birtist á skýran hátt.

Stafrænn lykill 2.0

Stafrænn lykill 2.0

Auktu enn frekar á þægindi í akstri með stafræna Kia lyklinum. Hann gerir þér kleift að opna bílinn og gangsetja hann með snjallsímanum. Þú getur geymt lykilinn í stafræna veskinu og deilt honum með öðrum ökumönnum til að auðvelda aðgengi að bílnum.

Vandað Bose hljóðkerfi

Vandað Bose hljóðkerfi

Njóttu mikilla hljómgæða með tólf hátölurum sem skila kristaltærri hljóðupplifun. Hlustaðu á hvað sem er, allt frá uppáhalds spilunarlistanum til hlaðvarps að eigin vali. Hljóðvinnsla SurroundStage miðar tónlistinni alltaf á hlustandann, sama hvar hann situr.

USB-C hleðsla

USB-C hleðsla

Í Sorento njóta allir alhliða þæginda öllum stundum. Þess vegna er nóg af hleðslutengjum í boði. Hægt er að finna handhæg og þægilega staðsett USB-C hraðhleðslutengi í fyrstu, annarri og þriðju sætaröð.

Þráðlaust hleðslutæki fyrir síma

Þráðlaust hleðslutæki fyrir síma

Sorento tryggir stöðuga tengingu við allt sem þú þarft. Þú getur hlaðið símann á hentugan hátt með þráðlausa hleðslutækinu á meðan þú ekur. Gúmmímottan kemur í veg fyrir að síminn renni úr augsýn og kæliviftan lágmarkar hita við hleðslu.

Kia Connect ¹ ⁴ ⁵

Kia Connect ¹ ⁴ ⁵

Tengdu símann þinn við Sorento á hnökralausan máta með Kia Connect-forritinu ¹ ⁴ ⁵ og nýttu þér alla þá aðstoð, þægindi og hugarró sem þar býðst. Innbyggð þjónusta veitir þér upplýsingar um umferð í rauntíma, hleðslustöðvar í nágrenninu, bílastæði, veður og úrval annarra gagnlegra upplýsinga. Fjartengda þjónustan er ekki síður handhæg, svo sem fjarstýring fyrir rafhlöður, hita- og loftstýring og leiðsögn síðasta spölinn, svo nokkur dæmi séu nefnd.

  • Uppfærðu Kia upplifun þína

    Fáðu enn meira út úr Kia upplifun þinni með uppfærslum á væntanlegum búnaði sem þú munt geta nálgast með einum smelli.

  •  

    Tónlistarstreymi

    Njóttu hvers kyns tónlistar án þess að þurfa að tengja símann þinn. Með Kia Connect mun þessi hnökralausa og einfalda tónlistarþjónusta tengja þig við tónlistarforritin þín með ókeypis aðgangi fyrstu þrjú árin. 10

Opener Image Powertrain
Aflrásir & útlitspakkar

Hægt er að velja á milli tveggja aflrása fyrir nýjan Kia Sorento; dísil eða plug-in hybrid, svo þú getur verið viss um að þú færð þann valkost sem hentar þér og þínum lífsstíl.

Aflrásir

Kia Sorento Plug-In Hybrid

Með því að hlaða í gegnum tengil getur þú farið að heiman eða frá hleðslustöð fullviss um að þú getir keyrt allt að 57* km á rafmagni, sé þörf á því. Þegar þú vilt styðja undir við rafmótorinn, annað hvort til að hlaða hann eða auka afköstin, nægir einfaldlega að ýta á EV-/HEV-takkann og tengjast aftur bensínvélinni.

  • Allt að 57* km akstur á rafmagni
  • EV/HEV takki
  • Möguleiki á 5, 6, eða 7 sætum
  • Sex þrepa sjálfskipting
  • Fjórhjóladrif
  • 1,6 T-GDi tengiltvinnvél (265 hö.)

Kia Sorento

Alhliða bíll sem skarar fram á í stíl, þægindum, rými og akstursánægju.

  • Möguleiki á 5, 6, eða 7 sætum
  • Fjórhjóladrif
  • 2,2 CRDi dísilvél 1921 hö.,
  • 8 þrepa DCT sjálfskipting
  • Dísilvél
  • Sæti með hita og loftræstingu
Listi yfir útlitspakka
Kia Sorento phev

Nýr Kia Sorento

Style

The new Kia Sorento HEV

Nýr Kia Sorento

Luxury

The new Kia Sorento ice

Nýr Kia Sorento

Premium

360°

Kia Sorento seats
Aukahlutir

Þú kannt hugsanlega þegar að meta frábæra eiginleika nýja Sorento bílsins. Vissirðu að þú getur líka sérsniðið þá að þínum óskum? Hvort sem þú vilt aukinn sveigjanleika, þægindi eða laga bílinn að þínum persónulega stíl gefur mikið úrval okkar af sérhönnuðum aukahlutum þér kost á að láta drauma þína um enn fleiri möguleika rætast.

Hundagrind, efri og neðri rammi

Hundagrind, efri og neðri rammi

Auðvelt í uppsetningu og passar fullkomlega. Þessi sterka grind sér til þess að allt sé á sínum stað.

Skottmotta

Skottmotta

Þessi sérsmíðaða motta með skrikvörn er framleidd úr lífrænum efnum (90%). Hún verndar skottið frá bleytu, drullu og óhreinindum.

Þverbogar og reiðhjólafestingar

Þverbogar og reiðhjólafestingar

Ferjaðu allt sem þú þarft með þessum léttu en sterku þverslám, sem tryggja m.a. fljótlegan og auðveldan flutning á reiðhjólum.

LED ljóskastarar í hurð, Kia merkið

LED ljóskastarar í hurð, Kia merkið

Mættu með stæl þegar sólin sest. Í hvert skipti sem bílhurðin er opnuð á kvöldin varpast útlínur Kia merkisins á jörðina.

Hleðslusnúra

Hleðslusnúra

Hleðslusnúra fyrir Sorento Plug-in Hybrid er með tengi af type 2 á báðum endum svo hægt er að hlaða bílinn á heimahleðslustöð og á almennum hleðslustöðvum.

Gerðu bílinn að þínum.
  • Kia EV6

     

    Rafknúinn, nútímalegur og sportlegur lúxussportjeppi með rúmgóðu farþegarými og plássi fyrir allt sem þú þarft. Með búnaði sem tryggir öryggi þitt í akstri verður hver ferð ánægjustund. Þessi sterki rafbíll með aldrifi sem aukabúnaði er traustur alhliða bíll sem stenst væntingar.

  • Kia Sportage


    Falleg hönnun, fjölhæfni og framúrskarandi tækni. Vinsældir Kia Sportage koma ekki á óvart – hér er á ferðinni rúmgóður bíll með fallega hönnun, rúmgott innanrými og þægileg sæti. Njóttu framúrskarandi afkastanna; hvort sem þú ert að keyra í gegnum troðnar götur stórborgarinnar eða að hafast við í óbyggðum. Hægt er að velja á milli öflugra Hybrid og Plug-in hybrid aflrása.