Tölum um
Hreyfingin færir okkur lengra. Hugmyndabílarnir eru til marks um viðleitni okkar til nýsköpunar með því að nýta allt sem tæknin hefur upp á að bjóða og hanna bíla með tiltekinni hugmyndafræðilegri nálgun. Með því að leita innblásturs í náttúruna og framsækna tækni getum við mótað samgöngur nútímans. Ferðastu inn í nýjan heim með okkur og upplifðu raunhæfa framtíðarsýn okkar um sjálfbærar samgöngur.
Nýsköpun og nýjar hugmyndir eru okkar einkenni: Við búum til vörur sem eru hannaðar til framtíðar fyrir öll sem vilja stefna lengra í lífinu. Með djarfri og markvissri nálgun gefa vörurnar okkar tækifæri og upplifun sem veitir innblástur og er kveikja nýrra hugmynda.
Breyttum heimi þarf að mæta með nýjum hugmyndum og tækifærum. Við viljum móta framtíðina með nýsköpun og mannvæn sjónarmið að leiðarljósi og með sjálfbærum samgöngulausnum fyrir öll, ekki bara sem bílaframleiðandi heldur sem öflugur drifkraftur fyrir síbreytilegt samfélag og æðri tilgang.
EV2 hugmyndabíllinn hefur verið hannaður til að uppfylla kröfur annasams lífsstíls.
„Með EV2 hugmyndabílnum skoruðum við á okkur sjálf að skapa ökutæki sem fer fram úr væntingum, með nýstárlegri tækni og hagnýtni umfram stærð sína. Þessi hugmynd gefur forsmekk að framtíðarsýn Kia við að endurskilgreina flokkinn og færa ökumönnum áður óþekkta fágun og notagildi. Þetta er skýrt merki um einlægan ásetning okkar að gera rafbíla aðgengilega fyrir alla.“
Ho Sung Song, forseti og forstjóri Kia
Skráðu þig hér til að fá frekari upplýsingar frá Kia um nýja bíla og aðrar fréttir.