Chat with us, powered by LiveChat
Go to content
Kia Picanto

Nýr Kia Picanto.

Smellpassar og vekur athygli.
Frá
kia picanto að utan
Hönnun á nýjum Kia Picanto
Hönnun

Þrátt fyrir að Kia Picanto sé nettur er yfirbragðið kraftmikið. Ertu til í að sýna nýjan stíl á götunni? Ytra byrðið hefur verið poppað upp með hárréttu magni af sportlegri lipurð og yfirbragði sem hæfir borginni. Nýstárlegt farþegarýmið býður upp á stíl og alhliða þægindi sem passa þér fullkomlega. 

Nýr Kia Picanto að næturlagi

Glæsilegur nýr framhluti

Innblásturinn að sterklegri og nútímalegri endurhönnun framhlutans er fenginn úr andstæðum náttúrunnar. Allt frá stækkuðu grillinu sem gefur fyrirheit um mikil afköst yfir í traustan, gljásvartan framstuðarann. Sportlegt útlit Picanto GT-línunnar er einnig sérlega afgerandi.

LED aðalljós með einkennandi yfirbragði

LED aðalljós með einkennandi yfirbragði

Breið og örugg staða Picanto er nú undirstrikuð með nútímalegum LED-ljósum sem tengja saman LED-aðalljósin og dagljósin sitt hvorum megin*.
*Mynd sýnir GT-line útgáfu.

Ný lína af álfelgum

Ný lína af álfelgum

Í boði eru 14" álfelgur. Felgurnar eru hannaðar með styrk og þekkingu að leiðarljósi sem gefur lipru útliti Picanto enn glæsilegra yfirbragð.

Áberandi útlit að aftan

Áberandi útlit að aftan

Hönnun afturhlutans á nýja Picanto bílnum er einföld en þó sterkleg, breiðari en áður og með lóðréttri afturljósasamstæðu og LED ljósi í miðjunni í stíl við hönnun framhlutans. Afturstuðarinn eykur enn á traust og fágað yfirbragðið.

Sætisáklæði

Sætisáklæði

Yfirbragðið innandyra? Auðsýnilega í stíl við þig. Í Urban útfærlu er tau sætisáklæði en í Style er leðurlíki á sætum.

8” snertiskjár með leiðsögukerfi

8” snertiskjár með leiðsögukerfi

Brunaðu áhyggjulaus um göturnar, innanbæjar sem utan. Með 8" miðjuskjánum sem er staðalbúnaður finnurðu allt sem þú þarft einmitt þar sem þú þarft á því að halda. Þar má nefna leiðsagnarupplýsingar sem eru uppfærðar í rauntíma á þægilegu viðmóti beint fyrir framan þig. Til að auka enn á þægindin er boðið upp á hugbúnaðaruppfærslur í rauntíma sem halda öllum kerfum uppfærðum þráðlaus ⁷. Raddstýring tryggir svo að þú þurfir ekki einu sinni að sleppa stýrinu.

4,2’’ stafrænn LCD mælaskjár

4.2’’ stafrænn LCD mælaborðskjár

4,2" stafrænn mælaborðskjár með nýrri hönnun er staðalbúnaður sem gerir ökumannsrýmið einstaklega nútímalegt auk þess sem auðvelt er að sjá á 4,2" LCD litaskjáinn við öll birtuskilyrði.

Connectivity
Alltaf tengdur

Nýi Picanto er hluti af erilsömu og sítengdu lífi þínu – með tækni sem er bæði einföld og heildræn. Þar á meðal er tenging við snjallsíma, hleðslutengi í öllu farþegarýminu og margt fleira. 

USB-C hleðsla

USB-C hleðsla

Í nýjum Picanto njóta allir þæginda öllum stundum. Því finnurðu handhæg og þægilega staðsett USB-C hraðhleðslutengi í báðum sætaröðum.

Apple CarPlay & Android Auto ¹

Apple CarPlay & Android Auto ¹

Endurgerð á snjallsímaviðmóti fyrir Apple CarPlay™ og Android Auto™ ¹, tryggir að Picanto-bíllinn þinn sér þér alltaf fyrir nýjustu upplýsingum og tengingu – bæði við bílinn og umheiminn. Auk þess gerir hann þér kleift að hlusta á tónlistina þína og nota uppáhaldsforritin þín á snjallan og öruggan máta.

Þráðlaust hleðslutæki ²

Þráðlaust hleðslutæki ²

Nýi Picanto bíllinn tryggir stöðuga tengingu við allt sem þú þarft. Þú getur hlaðið símann á hentugan hátt með þráðlausa hleðslutækinu ² á meðan þú ekur. Gúmmímottan kemur í veg fyrir að síminn renni úr augsýn og kæliviftan lágmarkar hita við hleðslu.

Kia Connect ³

Kia Connect ³

Tengdu símann þinn við Picanto á hnökralausan máta með Kia Connect forritinu ³ og nýttu þér öll þau þægindi, hugarró og hagnýtu aðstoð sem býðst. Innbyggð þjónusta veitir þér upplýsingar um umferð í rauntíma, bílastæði, veður og úrval annarra gagnlegra upplýsinga. Fjartengda þjónustan er ekki síður handhæg, svo sem leiðsögn síðasta spölinn og fjarstýrðar hurðalæsingar svo að nokkur dæmi séu nefnd.

Saftey Opener Image
Áreynslulaus akstur

Margvíslegur akstursaðstoðarbúnaður og háþróaður öryggisbúnaður er staðalbúnaður í nýja Kia Picanto bílnum sem vinnur stöðugt að því að fylgjast með akstrinum og tryggja öryggi þitt og þeirra sem eru í kring. ⁴

Viðvörun útgönguskynjara (SEW)

Viðvörun útgönguskynjara (SEW)

Viðvörun útgönguskynjara skynjar bíla sem nálgast að aftan þegar bíllinn er kyrrstæður, sendir þér viðvörun og heldur barnalæsingunni virkri – til að farþegar í aftursætum komist ekki út. Þegar bílarnir eru komnir fram hjá geta farþegarnir stigið út á öruggan hátt.

FCA árekstraröryggiskerfi  ⁵

FCA árekstraröryggiskerfi ⁵

FCA árekstraröryggiskerfi 1.5 eykur öryggi þitt og aðstoðar þig við að koma í veg fyrir að aka á gangandi vegfarendur eða hjólreiðafólk eða lenda í árekstri við önnur ökutæki – t.d. í beygjum við gatnamót. Ef þú stígur ekki nógu fast á hemlana til að koma í veg fyrir árekstur gerir Picanto-bíllinn það sjálfkrafa. Nýi Picanto bíllinn er búinn FCA árekstraröryggiskerfi 1.0 eða 1.5 eftir því hvaða útlitspakki er valinn. ⁵

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan (RCCA)

Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan (RCCA)

Bakkaðu út úr bílastæði eða innkeyrslu á einfaldan og auðveldan máta. Árekstraröryggiskerfi með umferðarskynjara að aftan gerir þér viðvart ef bílar eða gangandi vegfarendur eru fyrir aftan bílinn. Kerfið hemlar sjálfkrafa ef hætta er á árekstri.

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði (BCA)

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði (BCA)

Árekstraröryggiskerfi fyrir blindsvæði varar þig við ef hætta er á árekstri við ökutæki að aftan á blindsvæðinu þegar skipt er um akrein. Þegar ekið er áfram úr bílastæði upp við kantstein og hætta er á árekstri við bíl sem nálgast að aftan aðstoðar það sjálfkrafa við neyðarhemlun.

Hraðatakmörkun (ISLA)

Hraðatakmörkun (ISLA)

Hraðatakmörkun veitir þér allar nauðsynlegar upplýsingar til að auðvelda þér að halda þig innan hámarkshraða. Hún notar myndavélina á framrúðunni til að lesa upplýsingar um hámarkshraða og takmarkanir á framúrakstri og birtir upplýsingarnar á skýran hátt á skjá leiðsögukerfisins og mælaborðinu.

Athyglisviðvörun Plus (DAW+)

Athyglisviðvörun Plus (DAW+)

Athyglisviðvörun Plus fylgist með stýris- og hröðunarmynstri ökumannsins til að greina hvort hann sé að missa einbeitingu og gefur frá sér viðvörunarhljóð auk þess að birta tákn fyrir kaffibolla á mælaborðinu. Viðvörun þegar ökutækið á undan ekur af stað lætur einnig vita þegar bíllinn á undan ekur af stað í umferð.

Akreinaaðstoð (LFA)

Akreinaaðstoð (LFA)

Akreinaaðstoð er hönnuð til að greina akreinamerkingar og/eða ökutæki á veginum og aðstoðar við akstur svo að Picanto haldist á miðri akrein.

Opener Image Powertrain
Aflrásir & útlitspakkar

Kia Picanto er með 1,0 lítra bensínvél sem er sparneytin og losar lítið af koltvísýring (CO2)

Aflrásir

Nýr Kia Picanto

1.0L bensínvél

  • Sjálfskiptur
  • 2WD
  • Ódýrir og sparneytnir bílar
  • 8" margmiðlunarskjár
  • Kia connect app
  • 14" álfelgur
  • Meiri þægindi
  • Hiti í stýri og framsætum
  • Bakkmyndavél
Útfærslur
360°

360°

Kia Picanto Opener
Aukahlutir

Þú getur fengið þetta allt með aukahlutum frá Kia. Nýstárlegir og sérhannaðir til að vernda Picanto bílinn, auka þægindi, líta sem best út og vera til reiðu fyrir hvaða ævintýri sem er.

Gerðu bílinn að þínum.
  • Kia EV6

     

    Alrafmagnaður, nútímalegur og sportlegur lúxusbíll með rúmgóðu farþegarými og plássi fyrir allt sem þú þarft. Með búnaði sem tryggir öryggi þitt í akstri verður hver ferð ánægjustund. EV6 er fáanlegur fjórhjóladrifinn.

  • Kia Sportage


    Falleg hönnun, fjölhæfni og framúrskarandi tækni. Vinsældir Kia Sportage koma ekki á óvart – hér er á ferðinni rúmgóður bíll með fallega hönnun, rúmgott innanrými og þægileg sæti. Njóttu framúrskarandi afkastanna; hvort sem þú ert að keyra í gegnum troðnar götur stórborgarinnar eða á ferð í óbyggðum. Sportage er í boði sem Plug-in Hybrid.

  • Kia Niro EV


    Niro EV er rúmgóður og hefur pláss fyrir nánast alla og allt. Í þessum bíl er hægt að aka langar vegalengdir án útblásturs og þú getur hlaðið hann heima við eða á hleðslustöðvum fyrir almenning sem fer sífellt fjölgandi.