Fyrsti rafbíllinn frá Kia í fólksbílaflokki sem opnar nýja möguleika.
Sterk karakter einkenni og einstök túlkun á hönnun rafbíla.
Hvorki hefðbundinn né fyrirsjáanlegur - heldur sker sig úr.
10-80% hraðhleðsla á 31 mínútu. 10-100% AC-hleðsla á 5 klukkustundum og 20 mínútum fyrir standard-range gerðir á Evrópumarkaði. Hleðslutími mun vera breytilegur og fer eftir ýmsum þáttum, þar á meðal umhverfishita, tegund hleðslu, ástandi rafhlöðu, upphaflegri hleðslu, ástandi ökutækis og fleiru.
Njóttu ferðalagsins með 630 km drægni á rafhlöðu (WLTP) og 31 mínútna hraðhleðslu (10-80%). 400V PE kerfi byggt á Electric-Global Modular Platform (E-GMP) veitir rými og öryggi. Fínstillt straumlínulögun og 81,4kWh rafhlaða gera EV4 að góðum valkosti.
Kia EV4 hámarkar hjólhafið fyrir rúmgott og hagnýtt innra rými. Með einum hnappi er hægt að fá slökunarsæti og stemmningslýsingu sem er sérsniðin fyrir þig. Bestu ADAS-eiginleikar í sínum flokki með HDA2 (Highway Driving Assistant 2) + HOD (Hands on Detection) vernda þig á meðan þú ekur.
Víkkaðu veginn fram undan með 30" Ultra-wide Panoramic skjánum (12,3" mælaborð + 5" loftræstingaskjár + 12,3" AVNT) í Kia EV4. Afþreying í bílnum með sérsniðnum skjáþemum eykur upplifunina fyrir alla. Kia AI aðstoðarmaðurinn* er hannaður til að halda þér tengdum án þess að trufla aksturinn.
*Kia AI aðstoðarmaðurinn gæti innihaldið ónákvæmar upplýsingar, vinsamlegast staðfestið mikilvæg atriði sérstaklega.
Kynntu þér nýju gerðirnar sem munu umbylta rafbílavæðingunni
Fyrsti sérhæfði PBV bíllinn frá Kia