Hnökralausir tengimöguleikar og hleðsla. Framúrskarandi aksturseiginleikar og þægindi.
Enginn mánudagur til mæðu. Farðu fullhlaðinn inn í nýja viku, klár í verkefni vikunnar.
Kia appið býður upp á fjölda eiginleika sem gefa þér fulla stjórn úr fjarlægð og bjóða upp á hnökralausa stafræna samþættingu milli þín, rafbílsins og snjallsímans.
Eiginleikar eins og gervigreindaraðstoðin (AI Assistant), stafræni lykillinn (Digital Key) og tengda leiðsögnin (Connected Routing) tryggja að þú sért umkringd/ur tæknivistkerfi sem hannað er til að halda vikunni þinni eins hnökralausri og mögulegt er.
Upplifðu framúrskarandi afköst, örugga meðhöndlun og einstök þægindi — hönnuð til að hreyfast með þér.
Þarftu að rjúka úr bænum með litum fyrirvara? Ekkert mál. Ofurhröð hleðslugeta Kia sér þér fyrir allt að 343 km drægni á einungis 15 mínútum.
Eiginleikar eins og leiðaráætlanagerðin (Route Planner) halda ferðum þínum stöðugum. Sendu áfangastaðinn beint úr snjallsímanum í rafbílinn til að forstilla leiðsögn rafbílsins.
Vertu við stjórn með stafrænum eiginleikum sem einfalda daginn — allt frá miðstöðvarstillingu til fjaraðgangs og rauntímastöðu rafhlöðunnar.
Njóttu helgarinnar. Hvort sem það er úti á landi eða í bænum. Þú getur andað léttar vitandi að hleðslustöð er aldrei langt undan.
Áður en þú snýrð aftur heim þurfa tækin kannski hleðslu fyrir langa heimferð. Vehicle-to-Load endurhleður fartölvur og tæki beint frá rafhlöðu rafbílsins.
Finndu rétta Kia rafbílinn til að halda vikunni þinni hnökralausri.